top of page

Jólasukk eða jóla gleði….

  • Writer: Sigríður Rósa Kristjánsdóttir
    Sigríður Rósa Kristjánsdóttir
  • Dec 14, 2023
  • 2 min read


Fyrir suma er jóla tíminni algjört sukku og sumir sitja jafnvel með 5 kg eða meira eftir jólin. Aðrir ná að njóta og detta ekki í algjört sukk á þessum yndislega tíma ársins.


En hvað veldur því að sumir detta í sukkgírinn?

Jú það byrjar í nóvember í búðunum allur sá matur, smákökur, kökur, sælgæti sem við viljum njóta um hátíðarinnar og í stórum stæðum svo allir fáin nú eitthvað góðgæti.

Við erum misjafnlega sterk þegar kemur að því að njóta jóla kræsinganna og sumir geta varla hamið sig, eða köku dollan opin á eldhúsborðinu og þú tekur eina og eina á milli verka svo allt í einu er dollan bara tóm! Eða þá er það bara,æi það eru að koma jól ég tek á þessu bara á nýju ári.......þá er voðinn vís ÞÚ GAFST ÞÉR LEYFI TIL AÐ SUKKA!


Svo kemur nýtt ár og 5 kg með þér aukalega......

Vanlíðan sem skapast, pringurinn, og hugsunin , því var ég að borða svona mikið!

Hvað er þá málið, jú það eru að koma jól og mig langar að njóta þess að borða það sem jólahátíðin býður upp á .

Og þú getur það en bara í minna mæli, þú þarft ekki 10 smákökur á dag heldur eru 3 alveg nóg. Einnig að muna eftir að borða hollt líka, eiga ávexti og t.d skyr til að grípa í þegar þörfin er í eitthvað sætt.


Það sem ég hef lært er að njóta og í minni skömmtum, ekki alla daga heldur.

Mig langar ekki í auka kílóin á nýju ári heldur langar mig bara að halda áfram á minni vegferð að góðri heilsu allt árið og það á það sama við um jólin.

Ekki segja NEI við neinu heldur bara að borða minn og þú munt þakka þér fyrir eftir hátíðarnar!


 
 
 

Commentaires


bottom of page